Enski boltinn

Pickford réði lífverði vegna morðhótana

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jordan Pickford svekktur í leik Southampton og Everton um helgina sem Dýrlingarnir unnu, 2-0.
Jordan Pickford svekktur í leik Southampton og Everton um helgina sem Dýrlingarnir unnu, 2-0. getty/Andy Rain

Jordan Pickford, markvörður Everton og enska landsliðsins, hefur ráðið lífverði vegna morðhótana sem honum og eiginkonu hans hafa borist eftir leikinn gegn Liverpool um þarsíðustu helgi.

Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool, meiddist illa í Bítlaborgarslagnum eftir háskalega tæklingu Pickfords og verður væntanlega ekki meira með á tímabilinu.

Stuðningsmenn Liverpool voru langt frá því að vera sáttir við Pickford og sumir gengu svo langt að senda honum og eiginkonu hans líflátshótanir.

Lífverðir gæta nú Pickford-hjónanna og vakta heimili þeirra í Cheshire. Sérfræðingar í öryggismálum hafa ráðlagt fjölskyldunni að halda sig frá samfélagsmiðlum til að forðast að gefa upp staðsetningu þeirra.

Pickford hefur leikið alla sex leiki Everton í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Liðið er á toppi hennar með þrettán stig líkt og Liverpool en betri markatölu. Næsti leikur Everton er gegn Newcastle United á St. James' Park á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×