Innlent

„Gjör­sam­lega mis­boðið“ hvernig fólk er haft að fíflum

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Myndbandið vakti hörð viðbrögð hjá mörgum og þar á meðal Ingu Sæland, þingmanni og formanni Flokks fólksins.
Myndbandið vakti hörð viðbrögð hjá mörgum og þar á meðal Ingu Sæland, þingmanni og formanni Flokks fólksins. vísir/vilhelm/skjáskot

Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, er „gjörsamlega misboðið“ vegna myndbands sem sýnir sorphirðumenn í Kópavogi tæma mismunandi flokkunartunnur í sama bíl. Hún segir fólk haft að fíflum með fyrirkomulaginu.

Myndbandið hefur vakið hörð viðbrögð.

Í Facebook-færslu segir Inga að miklar líkur séu á að margir munu snúa frá því að flokka héðan af.

„Lang flest okkar höfum tekið því grafalvarlega og vandað okkur við að flokka rétt. En nú er það að koma í ljós að við erum talin svo grunnhygginn að það hafi þurft að æfa okkur i áraraðir í að flokka sorp áður en innviðirnir eru tilbúnir til að taka á móti því og virða verkin sem við erum að vinna,“ segir hún. 

Tjónið af þessum stjórnarháttum segir hún mikið:

„Ef einhver heldur að það sé hvetjand í umhverfisvernd að koma svona aftan að okkur þá feil-reiknar sá hinn sami sig all verulega. Því miður eru miklar líkur á að margir munu snúa frá sjálfboðavinnu sinni í flokkun sorps fyrir Sorpu. Enn á ný eru vanhæfir stjórnendur að vinna ómetanlegt tjón á samfélaginu, það er ekki flóknara en það.“

Í kvöldfréttum var rætt við Jón Þóri Frantzon, forstjóra Íslenska gámafélagsins, sem sagði að á myndbandinu sjáist verkferlar sem unnið hafi verið eftir undanfarin tíu ár. 

„Þetta er síðasta losun sem er á þessan hátt. Í næstu losun verður þetta tekið í sitthvort hólfið,“ segir Jón Þórir. Ekki hafi verið um að ræða almennt rusl sem hafi verið losað með pappa, heldur plast sem sé síðar aðgreint á færibandi í flokkunarstöð.

Sjá má viðtalið við hann í heild sinni hér að neðan, þegar 2:15 eru búnar af fréttinni:



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×