fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Allt logar á Húsavík vegna sveitarstjórans – Stefán sakar Kristján um óheiðarleika – „Allt í steik“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 22. október 2021 10:00

Til vinstri: Stefán Guðmundsson - Til hægri: Kristján Þór Magnússon - Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að mikil ólga sé að krauma upp á yfirborðið á Húsavík vegna sveitarstjórans Kristjáns Þórs Magnússonar. Framkvæmdastjóri eins stærsta fyrirtækis bæjarins lét þung orð falla á Facebook-síðu sinni um starfshætti sveitarstjórans í vikunni og uppskar bæði stuðning og gagnrýni frá sveitingum sínum. Sumir töldu tímasetninguna ekki við hæfi í ljósi þess að Kristján Þór hefur verið í veikindaleyfi undanfarið.

Vonarstjarna sem stefnir í svartholið

Segja má að hvass pistill Reynis Traustasonar, ritstjóra og eigandi Mannlífs, um sveitarstjórann nyrðra hafi kveikt í púðurtunnunn.  Reynir sagði í pistli sínum að Kristján væri umdeildur á Húsavík og gæti misst stór sinn vegna þess.  Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants á Húsavík, deildi pistlinum á Facebook-síðu sinni og hraunaði yfir starfshætti Kristjáns Þórs.

„Umdeildur….ég myndi segja glórulaus frá A-Ö. Allt stjórnlaust undir hans forystu og allt í steik,“ skrifar Stefán opinni færslu.

Stefán útskýrði nánar hvers vegna hann hefur þessa skoðun á Kristjáni. „Vinir og kunningjar ráðnir á jötuna…jafnvel án auglýsinga. „Vonarstjarna“ er fundiđ upp af félaga hans. Ljóslaus ímynduð vonarstjarna frá upphafi og stefnir hraðbyri í svartholið,“ segir hann og vísar þar í umræður þess efnis að Kristján Þór væri ein af vonarstjörnum Sjálfstæðisflokksins.

„Kommúnisti í öllum hans athöfnum gegn atvinnulífinu en með eigin hagsmunum. Athyglisþörf langt fram úr hófi og áhugalaus í samfélaginu…nema fyrir sjálfan sig. Svífst einskis fyrir eigin falskan og ímyndaðan frama. Beitir sér óspart í samkeppni frænda sinna og samstarfsfélaga gegn keppinautum – vanhæfur með öllu. Óheiðarlegur. Farið hefur fé betra!!“

Tímasetningin gagnrýnd

Þessi skrif Stefáns hafa vakið talsverða athygli norðan heiða. Athugasemdirnar hrönnuðust undir færsluna og hneyksluðust margir á því að Stefán talaði svona hispurslaust um sveitarstjórann. Stefán lét það þó ekki á sig fá og skrifaði aðra færslu um Kristján sem hann birti daginn eftir.

Í þeirri færslu segir Stefán að dagurinn eftir að hann birti færsluna hafi verið afar áhugaverður. Hann hafi fengið fjölmörg skilaboð send í kjölfar birtingarinnar.

„Lygilegur fjöldi skilaboða með undirtektum og frekari upplýsingum. Svo eru nokkur skilaboð frá mannvitsbrekkum sem bera sig aumlega….yfir minni skoðun á minni síðu og þá helst tímasetningunni,“ segir Stefán.

„Enn fremur hafa auðvitað fylgt comment frá aðilum sem skammast yfir hreinskilninni. Sömu aðilar hafa fasta viðkomu á helstu kjafta-búllum staðarins og telja ekki eftir sér að spinna upp hálfkveðnar vísur og dreifa öðrum með kunnuglegum endi. Jafnvel halda úti lokaðri FB kjaftasíđu um menn og málefni.“

Um tilviljun sé að ræða

Stefán ræðir svo aftur um tímasetningu skoðunar sinnar en hann segir hana ekki hafa verið skipulagða. „Tímasetningin á minni skoðun var alger tilviljun. Ekki beinlínis hvort – heldur hvenær. Hafði ekki minnstu hugmynd um hvernig þetta gat mögulega veriđ röng tímasetning. Hafandi enga hugmynd um fyrr en í dag hvernig í pottinn væri búið. Enda býsna fjölbreytt að því er virðist á hvaða forsendum starfsmenn stjórnlauss stjórnsýsluhússins fara í svokallað veikindaleyfi undanfarnar vikur á fullum launum eftir því sem mér skilst best og mánuðum saman…og gjarnan tengt svokallaðri „kulnun“ í starfi. En eru um leið hoppandi og skoppandi út um allar koppagrundir á okkar kostnað.“

Þá segir Stefán að skoðun sín hafi ekkert með einkalíf Kristjáns eða hans veikindaleyfi að gera. „Svo er hitt. Sumir virðast ekki geta skilið á milli pólitíkur og einkamála. Hafa ekkert endilega greind eða vilja til þess. Þá verður gjarnan til hrærigrautur skrítinna tilfinninga og skoðanaskipta.“

Að lokum segir hann skilaboðin ekki hafa breytt skoðun sinni á Kristjáni og svo óskar hann honum alls hins besta og góðs bata. „Skoðun mín á bæjarstjóra og hans framgöngu undanfarin ár er óbreytt. Meira síðar. En ef hann á um sárt að binda í sínu einkalífi og veikindaleyfi – þá óska ég honum alls hins besta og góðs bata. Dreg þar skýra línu!!“

Hér má lesa færslur Stefáns:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar