Fjárhagsstaðan bág og vantar nýja vagna

Lítið handbært fé er til staðar og þörf er á …
Lítið handbært fé er til staðar og þörf er á að endurnýja strætisvagna. mbl.is/Árni Sæberg

„Staðan er viðkvæm og það er ekki valmöguleiki að gera ekki neitt,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.

Jóhannes fór yfir fjárhagsstöðu Strætó á fundi stjórnar Strætó bs. á dögunum og kynning hans var ekki beint jákvæð. „Staða handbærs fjár er lág, ekkert eigið fé er í félaginu og er Strætó illa undirbúið undir óvænta atburði sem geta komið upp,“ segir í fundargerð stjórnarinnar.

Í kynningu Jóhannesar kom fram að samkvæmt greiningu KPMG þyrfti að leggja félaginu til 1,5 milljarða króna en jafnvel þótt það yrði gert væru miklar áskoranir fram undan. Niðurstaðan varð að sveitarfélögin lögðu til 520 milljónir í neyðarframlag seint á síðasta ári og samþykktu aðra eins upphæð í viðbótarframlag í ár. Með verðbótum verður aukaframlagið rúmur 1,1 milljarður.

Nánari umfjöllun og viðtal við Jóhannes má finna á síðu 4 í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert