Andri skoraði og er markahæstur í deildinni

Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Andri Lucas Guðjohnsen skoraði í 2:1 sigri Lyngby á Randers í neðri hluta dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.

Andri skoraði fyrsta mark leiksins sem kom á 59. mínútu en Randers jöfnuðu metin á 64. mínútu. Frederik Gytkjær skoraði svo sigurmark Lyngby á 80. mínútu.

Þetta var tólfta mark Andra í deildinni á tímabilinu en hann og Patrick Mortensen hjá AGF eru jafnir og markahæstir í deildinni með 12 mörk hvor.

Sævar Atli Magnússon og Kolbeinn Finnsson voru í byrjunarliði Lyngby ásamt Andra. Lyngby er nú í öðru sæti neðri hlutans með 29 stig, fimm stigum frá fallsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert