Mörkin: Tottenham óstöðvandi

Totten­ham skellti sér á topp ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar í knatt­spyrnu með því að leggja Manchester City að velli í stór­leik heg­ar­inn­ar, 2:0, í Lund­ún­um í dag. Totten­ham er með 20 stig eft­ir níu leiki. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.

Heung-Min Son kom heima­mönn­um yfir strax á fimmtu mín­útu eft­ir að Tanguy Ndombéle lyfti bolt­an­um inn fyr­ir vörn City og á Suður-Kór­eu­mann­inn sem skoraði af ör­yggi. Gest­irn­ir héldu að þær væru að jafna met­in eft­ir um hálf­tíma­leik þegar Ay­meric Laporte setti bolt­ann í netið en Gabriel Jes­us hand­lék knött­inn í aðdrag­anda marks­ins og það því dæmt af.

Heima­menn bættu svo við for­ystu sína á 65. mín­útu, Gi­ovani Lo Cel­so ný­kom­inn inn af vara­manna­bekkn­um, skoraði eft­ir stoðsend­ingu frá fyr­irliðanum Harry Kane. Manchester City er í 10. sæti með 12 stig en liðið hef­ur aðeins unnið þrjá af fyrstu átta leikj­um sín­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert