Notuðu lyftara til að reyna að brjóta hraðbanka

Reynt var að brjóta hraðbanka á Tjarnarvöllum í Hafnarfirði í …
Reynt var að brjóta hraðbanka á Tjarnarvöllum í Hafnarfirði í nótt. Ljósmynd/Colourbox

Tilraun var gerð til að brjóta hraðbanka á Tjarnarvöllum í Hafnarfirði í nótt.

„Það barst tilkynning til okkar rétt fyrir klukkan hálf sex í morgun um skotbómulyftara sem hafði verið lagt fyrir utan hraðbankann,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Hafnarfirði við mbl.is.

Skúli segir að skotbómulyftarinn hafi verið notaður til að reyna að brjóta hraðbankann en lyftaranum var stolið frá verktaka í nágrenninu. Engu var stolið úr hraðbankanum sem er töluvert skemmdur eftir gafla lyftarans. Skúli segir að málið sé til rannsóknar hjá lögreglu.

Í fyrra var einnig reynt að skemma þennan sama hraðbanka. Skúli segir að þá hafi menn reynt að binda hann aftan í pallbíll en ekki vildi betur til en að bíllinn endaði upp á grjótgarði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert