Vill raunveruleikaþætti um Brynjar Níelsson

Sigmundur Davíð vill fá raunveruleikaþátt um Brynjar Níelsson.
Sigmundur Davíð vill fá raunveruleikaþátt um Brynjar Níelsson. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, stingur upp á því að Rúv framleiði raunveruleikaþætti um Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. 

Hugmyndina fékk Sigmundur eftir að hann minntist á eftirminnilegar umræður á þingi fyrir um ári þar sem rætt var um lög um mannanöfn. Á Alþingi er hart tekist á um frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra þessa dagana. Sigmundur er mótfallinn frumvarpinu og bendir á að fyrir ári hafi Brynjar verið mótfallinn breytingu á lögum um mannanöfn. Sigmundur segir ræðu Brynjars fyrir rúmu ári hafa verið eina af eftirminnilegustu ræðum kjörtímabilsins.

„Ríkissjónvarpið ætti að framleiða raunveruleikaþætti um Brynjar Níelsson. Allir yrðu glaðir. Sumir fengju ánægjuna af því að skrifa hneykslunartíst vikulega. Aðrir myndu fá að njóta skemmtiefnis á rúv eins og í þá gömlu góðu. Allir gætu borgað nefskattinn með meiri gleði,“ skrifaði Sigmundur í færslu sinni á Facebook. 

Hann leggur svo til að sjálfur gæti hann stýrt spjallþætti á föstudagskvöldum til að auka hlutlægni, draga úr neikvæðni og auka áhorf. 


 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg