Ellefu mörk Jóhanns dugðu ekki til

Egill Magnússon er hér kominn í skotstöðu í leiknum í …
Egill Magnússon er hér kominn í skotstöðu í leiknum í kvöld en hann skoraði níu mörk fyrir FH. mbl.is/Árni Sæberg

FH vann öruggan sigur á Víkingi 31:24 í Olís-deild karla í handknattleik í Kaplakrika í kvöld. 

Það tók þó tíma fyrir Hafnfirðinga að hrista nýliðana af sér. Leikurinn var í járnum í tæplega fjörtíu mínútur en þá tókst FH að stinga af. 

Stórskyttan Egill Magnússon var markahæstur FH-inga með 9 mörk og Einar Örn Sindrason skoraði 5 mörk. Þjóðverjinn Phil Döhler varði 17 skot í marki FH. 

Jóhann Reynir Gunnlaugsson raðaði inn mörkum fyrir Víkinga og skoraði 11 mörk í aðeins fjórtán tilraunum. Þar af voru fimm af vítalínunni. Hjalti Már Hjaltason og Arnar Steinn Arnarsson skoruðu 3 mörk hvor. Jovan Kukobat varði 15 skot fyrir Víking. 

FH hefur unnið þrjá af fyrstu fimm leikjum sínum en Víkingur hefur tapað fyrstu þremur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert