Nýr landsliðsþjálfari Hollands

Frank de Boer er nýr landsliðsþjálfari Hollands.
Frank de Boer er nýr landsliðsþjálfari Hollands. Ljósmynd/@KNVB

Frank de Boer hefur verið ráðinn þjálfari hollenska landsliðsins í knattspyrnu en þetta staðfesti hollenska knattspyrnusambandið á samfélagsmiðlum sínum í dag.

De Boer tekur við starfinu af Ronald Koeman sem sagði starfi sínu lausu á dögunum til þess að taka við stórliði Barcelona.

De Boer er fimmtugur en hann lék 112 landsleiki fyrir Holland á árunum 1990 til ársins 2004 og var fyrirliði liðsins lengi vel.

Varnarmaðurinn fyrrverandi er þriðju leikjahæsti leikmaður hollenska landsliðsins frá upphafi en aðeins Wesley Sneijder, 134 leikir, og Edwin van der Sar, 130 leikir, léku fleiri landsleiki.

De Boer stýrði síðast liði Atalanta United í bandarísku MLS-deildinni og þá hefur hann einnig þjálfað Ajax, Inter Mílanó og Crystal Palace á þjálfaraferli sínum.

De Boer var aðstoðarþjálfari Bert van Marwijk hjá hollenska landsliðsins á HM 2010 í Suður-Afríku en þá tapaði liðið 1:0-fyrir Spáni í framlengdum úrslitaleik í Jóhannesarborg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert