Samstarf til vinstri fyrsti kostur

Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, er ánægður með meirhlutasamstarfið í Reykjavík undir forystu Samfylkingarinnar og segist ekki sjá eftir þátttöku í því. Hann telur eðlilegt að það verði fyrsti kostur eftir kosningar haldi meirihlutinn velli.

Þetta kemur fram í viðtali við Pawel í Dagmálum Morgunblaðsins, streymi á netinu sem opið er öllum áskrifendum. Viðtalið allt má sjá með því að smella hér.

Hann segir að eftir síðustu kosningar hafi Viðreisn lagst í hagsmunamat um hvort flokkurinn ætti að leita samstarfs til vinstri eða hægri. Niðurstaðan hafi verið að sjónarmið Viðreisnar ættu betur upp á pallborðið í samstarfi við vinstri flokka.

Hann nefnir sérstaklega tvö mál, sem Viðreisn hafi náð fram í samstarfinu með vinstri flokkunum; annars vegar lækkun fasteignaskatta niður í 1,60% og hins vegar að sala á malbikunarstöðinni Höfða væri skoðuð. Á kjörtímabilinu hafi Viðreisn náð öðru í gegn og þokað hinu áleiðis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert