Góð úrslit hjá Ungverjum

Ungverjarnir Attila Szalai og Zsolt Kálmar í baráttu við Rússann …
Ungverjarnir Attila Szalai og Zsolt Kálmar í baráttu við Rússann Zelimkhan Bakaev í Moskvu í kvöld. AFP

Ungverjar, mótherjar Íslendinga í úrslitaleiknum um sæti í lokakeppni EM karla í knattspyrnu, eiga ágæta möguleika á að vinna sér sæti í A-deild þjóðadeildarinnar eftir að hafa krækt í mikilvægt stig á erfiðum útivelli í kvöld.

Ungverjar, sem taka á móti Íslendingum í Búdapest 12. nóvember, sóttu Rússa heim í kvöld og niðurstaðan þar var markalaust jafntefli.

Liðin heyja einvígi um sigur í 3. riðli B-deildar en Rússar eru með 8 stig, Ungverjar 7, Tyrkir 3 og Serbar 2 stig þegar fjórar umferðar eru búnar af sex.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert