Breytt viðhorf Íslendinga

Ferðamenn eru aftur farnir að sækja í hvalaskoðunarferðir frá Húsavík …
Ferðamenn eru aftur farnir að sækja í hvalaskoðunarferðir frá Húsavík út á Skjálfandaflóa. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Húsavík er stundum nefnd höfuðborg hvalaskoðunar í Evrópu. Í Skjálfandaflóa er algengast að sjá hnúfubak, hrefnur, hnýðinga og hnísur. Jafnvel steypireyður, stærsta dýr jarðar, kíkir stundum við.

Á Húsavík eru þrjú hvalaskoðunarfyrirtæki; Norðursigling, Gentle giants og Húsavík Adventure. Í fyrrasumar dróst starfsemin verulega saman vegna heimsfaraldursins. Þótt þetta sumar komist ekki í hálfkvisti við 2019 þá er það töluvert betra en 2020.

Mikið líf hefur verið á Húsavík síðustu daga. Veitingastaðir eru uppbókaðir, hillur verslana tómar og hvalaskoðunarbátar barmafullir.

Hörður Sigurbjarnarson, eigandi Norðursiglingar, segist hafa tekið á móti 13.000 farþegum það sem af er mánaðarins. Hlutfall Íslendinga er 15% en áður fyrr var það alltaf í kringum 5%. Hann telur ferðaþjónustuna vera að þróast þannig að Íslendingar líti nú á landið sitt sem álitlegan áfangastað fyrir sumarfríið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert