Guardiola var aldrei á förum

Pep Guardiola
Pep Guardiola AFP

Pep Guar­di­ola, knatt­spyrn­u­stjóri Manchester City, skrifaði und­ir nýj­an samn­ing við félagið í morgun til ársins 2023 og batt þar með enda á sögusagnir þess efnis að hann myndi róa á önnur mið eftir tímabilið.

Spánverjinn kom til Manchester árið 2016 og hefur liðið tvívegis unnið deildina undir hans stjórn og einnig báðar bikarkeppninnar ensku. Enskir fjölmiðlar hafa undanfarið mikið skrifað um þá staðreynd að Guardiola átti að verða samningslaus eftir tímabilið en hann ætlaði aldrei að hætta samkvæmt Guillem Balague, fréttamanni BBC.

Guardiola hef­ur nú þegar verið leng­ur við stjórn­völ­inn hjá fé­lag­inu en hjá Barcelona og Bayern München þar sem Guar­di­ola starfaði áður. Fer­ill hans sem knatt­spyrn­u­stjóri hjá aðalliði hófst sum­arið 2008 og hefur hann verið einn sá sigursælasti í Evrópu síðan þá. „Forráðamenn City settu enga pressu á hann og honum sjálfum líður vel í Manchester,“ sagði Balague á útvarpsstöð BBC í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert