13. janúar 2025 kl. 19:05
Íþróttir
Körfubolti
Sigurður Ingimundarson og Jón Halldór taka við Keflavík
Sigurður Ingimundarson og Jón Halldór Eðvaldsson hafa verið ráðnir þjálfarar kvennaliðs Keflavíkur í körfubolta. Það eru Víkurfréttir sem greina frá þessu nú í kvöld. Þeir félagar taka við liðinu sem hefur verið án þjálfara í tæpan mánuð, af Friðrik Inga Rúnarssyni sem sagði upp störfum sem aðalþjálfari liðsins undir lok síðasta árs og tók við karlaliði Hauka.
Þeir Jón og Sigurður eru engir nýgræðingar í þjálfun en þeir hafa báðir þjálfað liðið áður með góðum árangri. Saman hafa þeir unnið á annan tug titla sem þjálfarar.