Þungunarrof og neyðarpillan aftur á dagskrá

Donald Tusk, for­sæt­is­ráðherra Pól­lands.
Donald Tusk, for­sæt­is­ráðherra Pól­lands. AFP/Wojtek Radwanski

Don­ald Tusk, for­sæt­is­ráðherra Pól­lands, seg­ir rík­is­stjórn sína til­búna að leggja fram frum­varp um að lög­leiða ör­uggt þung­un­ar­rof fram að 12. viku meðgöngu.

Á sama tíma til­kynnti Tusk um áætlan­ir um að aflétta höml­um á neyðarpill­unni svo­kölluðu.

Þung­un­ar­rof er núna aðeins heim­ilt í Póllandi í þeim til­vik­um þegar líf móður­inn­ar er í hættu eða ef þung­un­in er af­leiðing nauðgun­ar eða sifja­spells.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert