Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir ríkisstjórn sína tilbúna að leggja fram frumvarp um að lögleiða öruggt þungunarrof fram að 12. viku meðgöngu.
Á sama tíma tilkynnti Tusk um áætlanir um að aflétta hömlum á neyðarpillunni svokölluðu.
Þungunarrof er núna aðeins heimilt í Póllandi í þeim tilvikum þegar líf móðurinnar er í hættu eða ef þungunin er afleiðing nauðgunar eða sifjaspells.