Gróðurinn að kaffæra grjótgarðana frægu

Eiðsgrandinn. Nú er svo komið að varla sést í grjótið …
Eiðsgrandinn. Nú er svo komið að varla sést í grjótið fyrir þykkum gróðri. mbl.is/sisi

Það vakti mikla athygli í fyrrasumar þegar allmörgum grjóthrúgum var komið fyrir á grafsflötinni við Eiðsgranda í Reykjavík. Vöktu þessar hrúgur takmarkaða ánægju hjá íbúum í nágrenninu.

Formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar gaf þá skýringu að verið væri að búa til eins konar „strandgarð“ við Eiðsgranda og muni grjóthrúgurnar gegna lykilhlutverki þegar komi að því að rækta upp strandplöntur á borð við melgresi, sæhvönn, fjörukál, blálilju og baldursbrá. Þá muni hrúgurnar skapa svæði sem krefjist minni umhirðu og sem þurfi ekki grasslátt.

Færa má fyrir því gild rök að náttúran sjálf hafi verið hér drjúg að verki því sjálfsprottinn gróður þekur nú flestar hrúgurnar við Eiðsgrandann. Á nokkrum hrúgum sést varla lengur í grjótið og kallast það ekki lengur á við grjótið í fjörunni fyrir neðan, sem því var ætlað þegar hrúgurnar voru kynntar til sögunnar. sisi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert