fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Sádarnir dæla peningum inn í Newcastle í stærsta styrktarsamningi í sögu félagsins

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. maí 2023 15:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Newcastle er að ganga frá samningi við fyrirtækið Sela í Sádí Arabíu sem verður helsti styrktaraðili félagsins. Er þetta stærsti samningur sem Newcastle hefur gert.

Sela er í eigu ríkisins í Sádí Arabíu en sömu aðilar eru svo eigendur Newcastle.

Segir í grein Times að þetta muni reyna á regluverk enska sambandsins um það hvernig eigendur koma fjármagni inn í félögin.

Times segir að Newcastle muni fá 25 milljónir punda á ári frá Sela, er það nokkuð minna en stærstu félög Englands fá í gegnum sína samninga.

Sela er fyrirtæki sem sér um að skipuleggja íþróttaviðburði út um allan heim en ætlar sér nú að styrkja Newcastle hressilega.

Manchester City hefur verið sakað um að fara þessa leið að nýta eigendur sína í að dæla inn peningum í félagið í gegnum umdeilda styrktarsamninga.

Newcastle verður í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð en aðilar frá Sádí Arabíu keyptu félagið fyrir 18 mánuðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tjáir sig um framtíð Greenwood – ,,Þá getum við rætt málin“

Tjáir sig um framtíð Greenwood – ,,Þá getum við rætt málin“