Óttast aukið landrof með sandnámi

Til að verja byggðina í Vík í Mýrdal hafa verið …
Til að verja byggðina í Vík í Mýrdal hafa verið gerðir þar sandfangarar sem ná talsvert í sjó fram. mbl.is/Jónas Erlendsson

Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að efnistaka og forvinnsla á sandi í fjörunni um tvo kílómetra austan Víkur í Mýrdal skuli háð mati á umhverfisáhrifum.

Skipulagsstofnun telur að framkvæmdin kunni að hafa umtalsverð umhverfisáhrif og geti haft áhrif á landbrot. Fyrirhuguð sé efnistaka úr fjöru nálægt þéttbýli þar sem landbrot hafi verið viðvarandi vandamál og ógnað byggð. Áformuð efnistaka sé líkleg til að draga úr stöðugleika fjörunnar og flýta landrofi, segir í ákvörðun Skipulagsstofnunar.

Það er fyrirtækið Lavaconcept sem hyggst vinna sand úr fjörunni austan Víkur. Efnið á að nota til sandblásturs í Þýskalandi og verður tiltekin kornastærð nýtt. Samkvæmt upplýsingum fyrirtækisins er um prufuverkefni til næstu fimm ára ræða. Ef vel gangi verði efnistaka aukin. Á þessum fimm árum er fyrirhugað að vinna 145 þúsund rúmmetra eða um 29 þúsund rúmmetra á ári.

Í greinargerð Skipulagsstofnunar segir að sjávarrof hafi lengi ógnað byggð í Vík og þar hafi verið byggðir sérstakir sandfangarar til að verja þéttbýlið fyrir rofi. Þá segir að framkvæmdin muni draga úr gildi strandlengjunnar sem útivistarsvæðis í nágrenni efnistökusvæðis þar sem verði miklir flutningar á sandi úr fjöru og upp á vinnslusvæði með tilheyrandi umferð vinnuvéla og vörubíla, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert