Fjórar breytingar á byrjunarliði Íslands

Daníel Leó Grétarsson kemur inn í byrjunarliðið.
Daníel Leó Grétarsson kemur inn í byrjunarliðið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Liechtenstein í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Gerir hann fjórar breytingar frá síðasta leik gegn Armeníu.

Alfons Sampsted og Guðmundur Þórarinsson koma inn í bakvarðarstöðurnar tvær þar sem Birkir Már Sævarsson og Ari Freyr Skúlason eru báðir í leikbanni.

Daníel Leó Grétarsson, sem kom sterkur inn gegn Armeníu á föstudaginn, kemur inn í byrjunarliðið í stað Hjartar Hermannssonar, sem sest á varamannabekkinn. Brynjar Ingi Bjarnason hefur jafnað sig af smávægilegum meiðslum og heldur sæti sínu í vörninni.

Þá kemur Stefán Teitur Þórðarson inn á miðjuna fyrir Guðlaug Victor Pálsson sem byrjaði gegn Armeníu en dró sig úr hópnum um helgina.

Byrjunarlið Íslands (4-3-3):

Markvörður: Elías Rafn Ólafsson

Varnarmenn: Alfons Sampsted, Brynjar Ingi Bjarnason, Daníel Leó Grétarsson, Guðmundur Þórarinsson

Miðjumenn: Stefán Teitur Þórðarson, Birkir Bjarnason, Þórir Jóhann Helgason

Sóknarmenn: Albert Guðmundsson, Viðar Örn Kjartansson, Jón Dagur Þorsteinsson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert