fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Aðstoðarforstjóri ÁTVR: Starfsfólk Vínbúða fékk engar gjafir frá birgjum – Einn leikhúsmiði afþakkaður

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 20:00

Vandvirkur en gjafalaus, starfsmaður ÁTVR fyllir á rauðvínsrekkann í verslun ríkisins í Kringlunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsfólk ÁTVR þáði engar gjafir nema að „óverulegu verðmæti,“ frá birgjum Vínbúðanna yfir nýafstaðna hátíðarvertíð vínbúðanna. „Óverulegt verðmæti,“ er í skilningi Vínbúðanna allt undir 3.500 kr.

Þetta kemur fram í svari Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR við fyrirspurn DV til Ívars J. Arndal, forstjóra ÁTVR.

Kemur jafnframt fram í svarinu að samkvæmt reglum ÁTVR ber starfsfólki ríkisfyrirtækisins að tilkynna mannauðssviði um allar gjafir. Í reglunum frá júní 2019 segir:

Starfsfólki er óheimilt að þiggja gjafir eða aðra umbun frá birgjum, viðskiptavinum eða öðrum hagsmunaaðilum nema um sé að ræða jóla- eða áramótagjafir og verðmætið sé óverulegt.

Sigrún segir að einu tilkynningarnar sem mannauðssviði hafi borist hafi verið vegna sælgætisgjafa til starfsmanna sem það hafi svo deilt með vinnufélögum sínum. „Í einu tilviki var starfsmanni sendur leikhúsmiði sem var afþakkaður og endursendur,“ bætir hún við.

Svipaðar reglur eru jafnframt í gildi fyrir starfsmenn fríhafnarinnar í Leifsstöð, en þó ekki jafn afdráttarlausar og hjá ÁTVR. Þar segir:

Óheimilt er að þiggja gjafir frá birgjum eða öðrum ef almennt má líta á það sem endurgjald fyrir greiða eða sérstaka þjónustu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis