Samfylkingin mælist nú stærsti stjórnmálaflokka á Íslandi með 25,3% fylgi. Flokkurinn fékk aðeins 9,9% í kosningunum 2021. Þetta kemur fram í þjóðarpúlsi Gallup.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist næst stærstu með 23,5% fylgi en fékk 24,4% í kosningunum 2021. Vikmörk á fylgi flokkanna er 1,4% og því ekki endilega mikill munur á fylgi flokkanna tveggja.

Stjórnarflokkarnir þrír, Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri grænir, fengju tæp 42% atkvæða en fengu 54% í kosningunum 2021.

Samkvæmt könnuninni styðja hins vegar 46% ríkisstjórnina í janúar en stuðningurinn var 47% í desember.