Þak í hendur roksins í Eyjum

„Það er byrjað að flettast upp þakið af Norðvesturhluta hússins. …
„Það er byrjað að flettast upp þakið af Norðvesturhluta hússins. Það fer enginn þarna upp eins og staðan er núna,“ segir Lilja hjá VSV. mbl.is/Óskar

Mjög hvasst er í Vestmannaeyjum, raunar það hvasst að þakplata er farin að fjúka af nýuppgerðum frystiklefa Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.

„Það er byrjað að flettast upp þakið af Norðvesturhluta hússins. Það fer enginn þarna upp eins og staðan er núna þannig við bíðum bara þangað til það lægir hjá okkur,“ segir Lilja Björg Arngrímsdóttir sviðsstjóri mannauðs- og lögfræðisviðs VSV.

Frystiklefinn er á Eiðinu, sem nú hefur verið lokað fyrir allri umferð en þar eru einnig fiskikör farin að fjúka. „Við hleypum fólki ekkert út í svona veður.“

Aftakaveður en þau ekki óvön því

„Það er auðvitað bara aftakaveður hérna í Vestmannaeyjum og við erum svo sem ekki óvön því. Þetta kemur oft svona aftan að okkur,“ segir Lilja og bætir við að fyrirtækið hafi þó heppilega gert viðeigandi ráðstafanir vegna veðurspánnar.

Hvort hægt sé að bjarga þakinu segir hún að það eigi eftir að koma í ljós. „Þá verður bara farið í það að meta og skoða aðstæður.“

Kör eru farin að fjúka á Eiðinu.
Kör eru farin að fjúka á Eiðinu. mbl.is/Óskar
Gámar á ferð og flugi.
Gámar á ferð og flugi. mbl.is/Óskar
Menn berjast við rokið í Eyjum.
Menn berjast við rokið í Eyjum. mbl.is/Óskar
Þakplötur, fiskikör og rafskútur fjúka um í Eyjum í dag.
Þakplötur, fiskikör og rafskútur fjúka um í Eyjum í dag. mbl.is/Óskar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert