GusGus og Vök koma fram á LungA í sumar

Skjáskot/Instagram

Listahátíðin LungA fer fram á Seyðisfirði í júlí og í dag var tilkynnt hvaða hljómsveitir koma fram á lokakvöldi hátíðarinnar. Stærsta nafnið er maskínan sem aldrei hikstar, GusGus, en ásamt þeim koma fram Inspector Spacetime, Vök, DJ Yamaho, DJ Unnur Birna, VILL og Sakana.

Hátíðin verður haldin með breyttu sniði þetta árið og boðið verður upp á þrjár vinnusmiðjur yfir þrjá daga sem enda á tónleikakvöldi og partý laugardaginn 17. júlí frá kl 21:00 til 03:30 á Seyðisfirði. Hátíðin hefur verið mjög vinsæl hjá reykvískum listaspírum sem hafa fjölmennt austur á hverju ári undanfarin 20 ár.

Tilkynnt var í dag hvaða hljómsveitir koma fram á LungA …
Tilkynnt var í dag hvaða hljómsveitir koma fram á LungA í sumar. Skjáskot/Instagram

Árið 2000 leit listahátíðin LungA dagsins ljós í fyrsta sinn. Um er að ræða listahátíð þar sem sköpun, listum og menningu er fagnað með námskeiðum, fyrirlestrum og öðrum viðburðum sem lýkur með uppskeruhelgi: sýningum og tónleikum.

Hátíðin hefur getið sér gott orðspor, bæði á Ísland og út fyrir landsteinana fyrir frábært andrúmsloft, námskeið af miklum gæðum og með mikilli virkni þátttakenda. Enn fremur færir hátíðin gleði, sjálfsþekkingu, elskendur, nýja vini og góðar minningar fyrir þá sem sækja hátíðina heim.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir