Bætist í hóp smitaðra ólympíufara

Tvö smit til viðbótar greindust í Ólympíuþorpinu og eitt á …
Tvö smit til viðbótar greindust í Ólympíuþorpinu og eitt á landamærum Japans. AFP

Þrír íþróttamenn á Ólympíuleikunum í Tókýó hafa greinst með kórónuveiruna, þar af tveir í ólympíuþorpinu.

Tvö smitanna eru rakin til þess smits sem greindist í gær hjá skipuleggjanda liðs á leikunum og það þriðja, hjá keppanda Suður-Kóreu í ólympískum lyftingum, greindist á landamærum Japans.

Alls hafa þrjú smit greinst í ólympíuþorpinu og áhyggjur um mögulegt hópsmit í þorpinu magnast nú upp, en þorpið mun hýsa þúsundir íþróttafólks næstu þrjár vikur, hvaðanæva úr heiminum.

Masa Takaya, talsmaður leikanna, staðfesti í dag að þau þrjú smit sem greinst hefðu í þorpinu væru öll úr sama teyminu og bætti við að þeir smituðu væru í einangrun á herbergjum sínum.

Alls hafa nú 55 smit, þar af fjögur hjá keppendum, verið tengd við leikana en þeir hefjast með opnunarathöfn á föstudaginn næsta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert