fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Mæla með að fólk sé undirbúið og taki saman öryggisbirgðir – „Þetta á alltaf við, maður á alltaf að vera tilbúinn í þrjá daga“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 15:25

Samsett mynd - Skjáskot/Rauði Krossinn - Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rauði Krossinn á Íslandi mælir með því að Íslendingar séu tilbúnir til að vera án sambands við umheiminn í þrjá daga. Mælt er með því að fólk sé með svokallaðan viðlagakassa með því nauðsynlegasta ef miklar náttúruhamfarir verða.

Þessi viðbúnaður hefur lengi verið í gildi á vefsíðu Rauða Krossins hér á landi en Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða Krossins, segir að viðmælin eigi alltaf við. „Þetta á alltaf við, maður á alltaf að vera tilbúinn í þrjá daga,“ segir Brynhildur í samtali við DV.

„Það var svona meiri kynning á þessu fyrir nokkrum árum en þetta á samt algjörlega ennþá við. Ef að það verða einhverjar náttúruhamfarir þannig maður missir bara samband við umheiminn í nokkurn tíma þá mælum við með því að fólk sé tilbúið, sjálfum sér nægt í þrjá daga.“

Mælt er með því að fólk sé með þó nokkra hluti í viðlagakassanum. „Viðlagakassi ætti að vera til staðar á hverju heimili, það er kassi sem inniheldur þá hluti sem íbúar gætu þurft á að halda í kjölfar hamfara,“ segir í lýsingu á viðlagakassanum á heimasíðu Rauða Krossins.

„Við vitum aldrei hvenær við gætum þurft að grípa til hans þegar náttúran gerir vart við sig svo best er að útbúa slíkan kassa strax í dag ef hann er ekki nú þegar til staðar. Athugið að geyma kassann þar sem öll fjölskyldan getur nálgast hann og gættu þess að hlutirnir í honum séu ekki útrunnir.“

Hér má sjá hvað skal hafa í viðlagakassanum. Mynd/Rauði Krossinn

„Maður getur aldrei verið of öruggur“

Brynhildur talar um hlutina í kassanum og nefnir sem dæmi mikilvægi útvarpsins. „Maður treystir náttúrulega svo mikið á internetið í allri sinni upplýsingaöflun þannig það er gott að hafa útvarp, kannski eitthvað sem þarf ekki rafmagn og gengur fyrir batteríum, til að hafa samband við umheiminn.“

Þá segir Brynhildur að nýlega sé búið að tala um viðmælin í Rauða Krossinum en hún tekur fram að með kassanum sé markmiðið ekki að skapa ótta. „Það er mikilvægt að fólk sé tilbúið en við viljum ekki að fólk fari að „panikka“. En við mælum samt með að fólk sé með þetta tilbúið, hvort sem það er jarðskjálftahrina í gangi eða ekki, því við vitum aldrei hvað getur gerst á þessari eyju,“ segir hún.

„Á sumum svæðum getur þetta verið mjög mikilvægt. Eins og kannski á Suðurlandi þar sem Hekla gæti gosið og það gæti tekið stuttan tíma… það er bara ýmislegt sem getur komið fyrir á þessu landi og maður getur aldrei verið of öruggur. Þetta gæti líka róað einhverja sem hafa áhyggjur núna, að vera tilbúinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum