Körfubolti

Eftir bókinni í Stykkishólmi og í DHL-höllinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Valur er á mikilli siglingu í deildinni.
Valur er á mikilli siglingu í deildinni. vísir/vilhelm

Valur er komið á toppinn í Domino's deild kvenna eftir sigur á Snæfell í Stykkishólmi og Fjölnir styrkti stöðu sína í fjórða sætinu með sigri á botnliði KR.

Valur vann 81-69 sigur á Snæfell í Stykkishólmi eftir að hafa leitt 49-35 í hálfleik. Valur var ávallt með yfirhöndina í leiknum og sigurinn aldrei í hættu.

Dagbjört Dögg Karlsdóttir var stigahæst hjá Val með 24 stig. Kiana Johnson kom næst með fimmtán stig, átta fráköst og átta stoðsendingar.

Haiden Denise Palmer var stigahæst hjá Snæfell með 21 stig, fimmtán fráköst og átta stoðsendingar. Tinna Guðrún Alexandersdóttir kom næst með sextán stig.

Valur er á toppi deildarinnar með tuttugu stig, tveimur stigum meira en Keflavík, sem á þó tvo leiki til góða.

KR byrjaði af miklu krafti gegn Fjölni en tapaði öðrum leikhlutanum 23-9 og missti þar af leiðandi taktinn. Lokatölur urðu 96-67 sigur Fjölnis.

Sara Carina Vaz Djassi var stigahæst hjá Fjölni með tuttugu stig. Hún tók þar að auki sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Ariel Hearn skilaði góðum tölum; átján stigum, sextán fráköstum og tólf stoðsendingum.

Annika Holopainen skoraði 26 stig, tók átta fráköst og gaf þrjár stoðsendingar í KR-liðinu. Taryn Ashley Mc Cutcheon gerði sautján stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar.

Fjölnir er með fjórtán stig í fjórða sætinu, jafn mörg stig og Haukar, en KR er á botninum með tvö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×