Hellisheiði og Þrengsli opnuð

Opnað var fyrir umferð um Hellisheiðina fyrir skömmu.
Opnað var fyrir umferð um Hellisheiðina fyrir skömmu. mbl.is/Sigurður Bogi

Veður er tekið að lægja á suðvesturhorni landsins og hefur Vegagerðin opnað fyrir umferð um Hellisheiðina, Sandskeið og Þrengsli á ný. Þá er ekki útlit fyrir að það þurfi að loka Reykjanesbrautinni en fyrr í dag var greint frá því að mögulega kæmi til þess.

Þá má búast við að Mosfellsheiði verði opnuð um klukkan 15.

Enn eru akstursskilyrði þó erfið og hvetur Vegagerðin ökumenn um að kynna sér færð á vegum áður en lagt er af stað. Á Hellisheiði og í Þrengslum er hálka, éljagangur og hvasst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert