Stórsigur í fallslagnum

Jordan Semple sækir að KR-ingum í kvöld.
Jordan Semple sækir að KR-ingum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vincent Malik átti stórleik fyrir Þór frá Þorlákshöfn þegar liðið lagði KR að velli í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildarinnar, á Meistaravöllum í Vesturbæ í 15. umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með stórsigri Þórsara, 105:83, en Malik skoraði 26 stig, tók níu fráköst og gaf ellefu stoðsendingar.

Þórsarar voru sterkari aðilinn frá fyrstu mínútu, leiddu 33:26 eftir fyrsta leikhluta og þeir voru ellefu stigum yfir í hálfleik, 61:50. 

Þórsarar byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti, voru 85:69 yfir að þriðja leikhluta loknum, og KR-ingar náðu aldrei að snúa leiknum sér í vil í fjórða leikhluta.

Styrmir Snær Þrastarson skoraði 24 stig fyrir Þórsara og gaf fjórar stoðsendingar en Veigar Áki Hlynsson var stigahæstur KR-inga með 19 stig og fimm fráköst.

Þórsarar eru með tíu stig í níunda sætinu á meðan KR er í neðsta sætinu með fjögur stig.

Gangur leiksins: 7:10, 14:18, 20:26, 26:33, 33:39, 40:49, 44:59, 50:61, 57:66, 64:74, 68:83, 69:85, 72:88, 77:96, 81:100, 83:105.

KR: Veigar Áki Hlynsson 19/5 fráköst, Antonio Deshon Williams 16/6 stoðsendingar, Justas Tamulis 16, Brian Edward Fitzpatrick 13, Þorvaldur Orri Árnason 12/5 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 3, Gunnar Ingi Harðarson 2, Lars Erik Bragason 2.

Fráköst: 15 í vörn, 6 í sókn.

Þór Þ.: Vincent Malik Shahid 26/9 fráköst/11 stoðsendingar, Styrmir Snær Þrastarson 24, Jordan Semple 21/7 fráköst/8 stoðsendingar/4 varin skot, Fotios Lampropoulos 15/11 fráköst, Pablo Hernandez Montenegro 7/5 fráköst, Emil Karel Einarsson 5, Tómas Valur Þrastarson 5, Davíð Arnar Ágústsson 2.

Fráköst: 25 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jóhann Guðmundsson, Eggert Þór Aðalsteinsson.

Áhorfendur: 220.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert