Sólríkasta maíbyrjun frá upphafi

Sól og blíða Margir hafa notið birtunnar þótt ekki hafi …
Sól og blíða Margir hafa notið birtunnar þótt ekki hafi verið mjög hlýtt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki er vitað um jafnmargar sólskinsstundir í Reykjavík fyrstu níu daga maímánaðar og nú frá upphafi mælinga, 136 stundir, og úrkoma er með því minnsta. Þetta upplýsir Trausti Jónsson veðurfræðingur.

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 210,6 í maí í fyrra, sem var18,6 stundum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990.

Sólskinsmælingar hófust hér á landi fyrir 110 árum, eða í janúar 1911. Þá var mælir settur upp á Vífilsstöðum, skammt fyrir utan Reykjavík.

„Síðast rigndi svo einhverju nam 25. apríl. Þetta eru því orðnir 15 þurrir dagar,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í gær um þurrkakaflann á SV-horninu. Hann sagði athyglisvert að skoða tímabil að vorlagi þar sem úrkoma hefur verið innan við 10 mm á 30 dögum, að því er fram kemur í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert