Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Móðir flýr barnavernd sem vill koma dóttur hennar í varanlegt fóstur

Sandra Hrönn Stef­áns­dótt­ir hef­ur kært Barna­vernd­ar­nefnd Reykja­vík­ur fyr­ir ranga úr­lausn í máli henn­ar en barna­vernd hef­ur far­ið fimmm sinn­um fram á for­sjár­svipt­ingu síð­an í des­em­ber 2020. Sandra hef­ur vegna þessa kom­ið sér í fel­ur úti á landi til að dótt­ir henn­ar verði ekki tek­in af henni.

Móðir flýr barnavernd sem vill koma dóttur hennar í varanlegt fóstur

Sandra Hrönn Stefánsdóttir, þriggja barna móðir, fer nú huldu höfði úti á landi með unga dóttur sína. Ástæðan fyrir því að hún flúði Reykjavík er sú að Barnaverndarnefnd Reykjavíkur vill forsjársvipta hana og taka dóttur hennar frá henni að ástæðulausu, eins og Sandra og Sara Pálsdóttir, lögmaður hennar, orðar það. Sandra á langa vímuefnasögu að baki, en sjálf ólst hún upp við erfiðar aðstæður samkvæmt gögnum málsins. 

„Núna erum við bara í felum af því að ég ætla ekki að láta barnið frá mér aftur, það er henni í óhag,“ segir Sandra í samtali við Stundina. Hún er að eigin sögn óvirkur alkóhólisti frá því í desember 2019, utan þess sem hún féll einu sinni í júlí 2020. Síðan hefur hún verið undir eftirliti þar sem hún skilar reglulega þvagprufum til barnaverndaryfirvalda. 

Vistun dóttur hennar hjá fósturforeldrum féll niður þann 27. janúar síðastliðinn. Sandra sótti þá dóttur sína og hefur …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár