Sport

Dagskráin í dag - Tryggvi Snær fær Barcelona í heimsókn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason
Tryggvi Snær Hlinason vísir/getty

Það er af nógu að taka á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag þar sem boðið verður upp á fótbolta, bæði amerískan og evrópskan, golf, körfubolta og Counter-Strike.

Fjórir leikir verða sýndir beint úr ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta þar sem stærsti leikurinn er án efa viðureign Napoli og AC Milan sem hefst klukkan 19:45 í kvöld.

Íslenski landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason og samherjar hans í Zaragoza taka á móti Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta en Barcelona hefur á að skipa einu allra besta körfuboltaliði Evrópu um þessar mundir.

Þá verða tveir leikir úr NFL deildinni í beinni útsendingu auk þess sem Hafið og Dusty munu mætast í úrslitum stórmeistaramóts Vodafone-deildarinnar í rafíþróttum.

Er ótalið fullt af golfi og spænskum fótbolta en með því að smella hér getur þú skoðað dagskrána í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×