Erlent

Hjólaði á spítalann til að eignast barn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kasólétt Julie á hjólinu á leið á spítalann.
Kasólétt Julie á hjólinu á leið á spítalann. Mynd/Julia Anne Genter

Nýsjálenska þingkonan Julie Anne Genter hefur vakið nokkra athygli síðasta sólarhringinn eða svo. Hún eignaðist sitt annað barn aðeins klukkutíma eftir að hún hjólaði á spítalann.

„Stórar fréttir,“ skrifaði Genter á Facebook. „Klukkan 03.04 í morgun buðum við nýjasta fjölskyldumeðliminn velkominn. Ég ætlaði sannarlega ekki að hjóla á spítalann til þess að fæða, en ég gerði það nú samt.“

Hjólaferðin var reyndar ekki löng, aðeins um tíu mínútur og skrifar hún að samdrættir hafi hafist áður en hún hjólaði af stað. Þeir ágerðust þó skömmu eftir komuna og aðeins klukkutíma eftir komuna á spítalann fæddist barnið.

Öllum heilsast vel en þetta er ekki í fyrsta sinn sem Genter hjólar á spítalann til að eignast barn, það gerði hún líka árið 2018 þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn.

Genter er talskona flokks síns í samgöngumálum og er mikil áhugakona um hjólreiðar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×