Leituðu að týndum ferðalöngum við gosið

Öllum heilsast vel eftir leitina.
Öllum heilsast vel eftir leitina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björgunarsveitir á Suðurnesjum leituðu í tvær klukkustundir að göngumönnum við eldstöðvarnar í morgun. Báðir fundust heilir á húfi eftir tveggja tíma leit. 

Vel búnir og brugðust hárrétt við

Göngumennirnir voru eins vel búnir og aðstæður kölluðu á en veðurskilyrði breyttust hratt á vettvangi þegar svartaþoka lagðist yfir eldstöðvarnar.

Að sögn Karenar Óskar Lárusdóttur verkefnastjóra Landsbjargar brugðust göngumennirnir hárrétt við og hringdu beint á aðstoð. 

Þá tók við tveggja tíma leit björgunarsveitanna sem fundu síðan göngumennina báða heila á húfi. Engin þörf var á frekari aðstoð fyrir göngumennina. Það fylgdi ekki sögunni hvort um erlenda eða innlenda ferðamenn væri að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert