Handboltaiðkun Þórsara þyrnir í augum bæjarfulltrúa?

Stuðningsmenn Þórs á leik í Íþróttahöllinni á Akureyri.
Stuðningsmenn Þórs á leik í Íþróttahöllinni á Akureyri. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Árni Rúnar Jóhannesson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, segir í aðsendri grein á staðarmiðlinum Akureyri.net að bæjarfulltrúar hafi gert grín að ráðningu Stevce Alusovski sem þjálfara meistaraflokks karla og óskað hafi verið eftir því að Þórsarar leggðu deildina niður. 

Árni lætur gamminn geisa í greininni en hún fjallar að mestu um skort á aðstöðu til handknattleiksiðkunar hjá Þór og minnist einnig á aðstöðuna hjá KA.

En Árni fullyrðir einnig að bæjarfulltrúar að óskað eftir því við Þórsara að leggja niður handboltaiðkun hjá félaginu vegna aðstöðuleysis. Þá hafi verið gert grín að ráðningu Stevce Alusovski en sú ráðning vakti verðskuldaða athygli þar sem Alusovski hafði stýrt stórliðinu Vardar frá Skopje frá 2019-2021, liði sem tvívegis hefur orðið Evrópumeistari. 

Það er ekkert leyndarmál að bæjarfulltrúar hafa komið að máli við hæstráðendur hjá Þór og hreinlega beðið þá um að leggja niður handbolta, hætta með handbolta vegna aðstöðuleysis. Gert grín að ráðningu þjálfara handknattleiksdeildarinnar opinberlega. Hef ég heyrt margt skrautlegt um ævina en þetta fer á toppinn,“ segir Árni Rúnar meðal annars á Akureyri.net

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert