Dálítil súld eða snjómugga fyrir norðan

Hiti verður á bilinu 2-12 stig en víða var næturfrost.
Hiti verður á bilinu 2-12 stig en víða var næturfrost. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Norðan og norðaustanátt verður ríkjandi í dag, 5 -10 m/s, en á Austfjörðum verður hvassara, 10-15 m/s.

Skýjað og dálítil súld eða snjómugga norðan- og norðaustanlands.

Sunnan og vestan til verður að mestu léttskýjað. 

Hiti verður á bilinu 2-12 stig, hlýjast sunnanlands en víða næturfrost.

Í nótt lægir og á morgun verður fremur hæg breytileg átt á landinu og bjart með köflum. 

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert