Innlent

Á­stand hinnar látnu bar þess merki að henni hefði verið ráðinn bani

Árni Sæberg skrifar
Frá Kjarnagötu á Akureyri.
Frá Kjarnagötu á Akureyri. Vísir

Gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið konu sinni að bana í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu á Akureyri rennur út klukkan 16 í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra mun gera kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald.

Þetta staðfestir Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri, í samtali við Vísi. Hann segir annars fátt hægt að gefa upp um gang rannsóknar á andlátinu. Rannsókn sé í fullum gangi og miði vel. Gengið sé út frá því að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

„Ástand á vettvangi og á hinni látnu báru þess merki að það þyrfti að rannsaka þetta á þennan hátt.“

Lögreglan var kölluð að húsinu klukkan hálf fimm að morgni mánudagsins 22. apríl. Við komu á vettvang var lögreglumönnum vísað á meðvitundarlausa konu í íbúðinni og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur. Konan var úrskurðuð látin á vettvangi. 

Konan var um fimmtugt og maðurinn er á sjötugsaldri.


Tengdar fréttir

Grunaður um að hafa ráðið konu sinni bana

Karlmaður sem grunaður er um að hafa banað konu sinni í leiguíbúð þeirra í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu í Naustahverfinu á Akureyri er á sjötugsaldri. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í Héraðsdómi Norðurlands eystra í miðbæ Akureyrar seinni partinn í gær.

Íbúar sváfu vært meðan á öllu gekk á jarðhæðinni

Íbúar í fjölbýlishúsi í Naustahverfinu á Akureyri þar sem kona fannst látin á fimmta tímanum í nótt virðast flestir hafa sofið á sínu græna eyra í nótt og ekki tekið eftir neinu. Lögregla ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir karlmanni sem handtekinn var á vettvangi vegna málsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×