Framlengja vetrarhátíðina

Vetrarhátíðinni er framlengt í New World.
Vetrarhátíðinni er framlengt í New World. Grafík/Amazon Games/New World

Vetrarhátíðin í tölvuleiknum New World hefur verið framlengd samkvæmt tilkynningu sem birtist á opinberri bloggsíðu tölvuleiksins.

„Vegna frábærrar aðsóknar að þessum viðburði höfum við ákveðið að framlengja hann til 25. janúar!“ segir Luxendra, einn af samfélagsstjórum New World.

Óopnaðar gjafir hverfa

Tekið er fram að allar óopnaðar gjafir og ónotaðir viðburðarlyklar hverfi í lok viðburðarins svo mælt er með því að leikmenn sæki og opni slíka hluti svo þeir glatist ekki.

Winter Convergence, vetrarhátíðin, leiddi til fjölda breytinga í New World og má nefna vetrarlegt yfirbragð á leiknum þar sem hluti af kortinu er þakinn snjó.

Leikmenn geta unnið sér inn sérstaka vetraraura (e. Winter Token) með því að klára verkefni fyrir Vetrarflakkarann (e. Winter Wanderer) og skila þeim í hátíðarverslunina. 

Þráir eilífan vetur

Íshellar hafa sprottið upp yfir Aeternum, þökk sé ósk Vetrarstríðsmannsins (e. Winter Warrior) um eilífan vetur. Þessir hellar eru ástæðan fyrir því að kortið er þakið snjó.

Leikmenn munu einnig geta tekið þátt í sérstökum athöfnum eins og The Convergence Spirit, sem krefst þess að þú hjálpir til við að skreyta ljósatré hverrar byggðar til að fá betri dagleg verðlaun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert