Átt ekkert þó þú spilir alltaf í sömu treyjunni

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fagnar marki sínu á Laugardalsvelli í kvöld.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fagnar marki sínu á Laugardalsvelli í kvöld. mbl.is/Unnur Karen

„Auðvitað eru leikmenn ekkert sáttir þegar þeir eru teknir út úr liðinu,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, á blaðamannafundi íslenska liðsins í höfuðstöðvum KSÍ eftir 4:0-stórsigur Íslands gegn Tékklandi í C-riðli undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í kvöld.

Þorsteinn gerði tvær breytingar á byrjunarliði sínu frá 0:2-tapinu gegn Hollandi hinn 21. september en þær Guðrún Arnardóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir komu inn í liðið fyrir þær Alexöndru Jóhannsdóttur og Ingibjörgu Sigurðardóttur.

„Það er mitt hlutverk að velja liðið og eins og staðan er í dag erum við með marga góða leikmenn í mörgum stöðum,“ sagði Þorsteinn.

„Sem betur fer er mikil samkeppni um stöður í liðinu enda er það bara partur af landsliðsumhverfinu og annað væri í raun óeðlilegt.

Þú átt ekki neitt í landsliðinu þó svo þú spilir kannski alltaf í sama treyjunúmerinu,“ bætti landsliðsþjálfarinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert