Hafa þrisvar þurft að stöðva vegna hráefnisskorts

Fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði.
Fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Ómar Bogason

Vinnsla loðnu gengur vel að sögn starfsmanna Síldarvinnslunnar, en þrátt fyrir stóra vertíð hefur veiðin ekki skilað eins miklu magni og hægt er að vinna. Eggert Ólafur Einarsson, verksmiðjustjóri í fiskimjölverksmiðjunni á Seyðisfirði, segir í færslu á vef Síldarvinnslunnar að þrisvar hafi þurft að stoppa vinnslu vegna hráefnisskorts.

Stutt er þó frá því að hugsanlega stærsta loðnufarm Íslandssögunnar var landað á Seyðisfirði.

Alls hafa fiskismjölverksmiðjur Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og á Seyðisfirði tekið við um 60.000 tonnum af loðnu til vinnslu frá því að veiðar hófust í desember. Þar af hefur verksmiðjan á Seyðisfirði tekið við 32.500 tonnum.

„Það hefur gengið vel að vinna og sérstaklega hafa tvær síðustu vikur verið góðar. Að jafnaði vinnum við um 1.100 tonn á sólarhring. Það mætti vera dálítið meiri veiði því við höfum þrisvar stoppað í stuttan tíma vegna hráefnisskorts. Annars líst okkur afskaplega vel á vertíðina,“ segir Eggert Ólafur.

Ekki heppilegt til frystingar

Hráefni hefur heldur ekki skilað sér í eins miklu magni og vonast var til vinnslu í Neskaupstað en þar hefur vinnsla einnig gengið vel, er haft eftir Hafþóri Eiríkssyni verksmiðjustjóra í færslunni sem birt var síðdegis í gær. „Vinnsla hjá okkur hefur gengið afar vel. Hráefnið er mjög gott og ferskt. Við höfum tekið á móti 27.000 tonnum frá því að loðnuveiðin hófst í desember og núna er grænlenska skipið Polar Ammasak að landa 1.750 tonnum. Framhaldið lítur vel út,“ segir Hafþór.

Jón Gunnar Sigurjónsson, yfirverkstjóri í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, segir búið að frysta 1.600 tonn af loðnu í fiskiðjuverinu á vertíðinni. „Við frystum einungis í þrjá daga en löng hol, ótíð og áta í loðnunni hefur gert það að verkum að hún hefur ekki verið heppilegt hráefni til frystingar. Ég geri hins vegar ráð fyrir að frysting hefjist af krafti um mánaðamótin og þá muni veiðast stór og átulaus loðna sem verður gott hráefni fyrir okkur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.4.24 426,60 kr/kg
Þorskur, slægður 29.4.24 571,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.4.24 245,13 kr/kg
Ýsa, slægð 29.4.24 134,21 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.4.24 168,58 kr/kg
Ufsi, slægður 29.4.24 154,63 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 29.4.24 170,72 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 862 kg
Þorskur 284 kg
Samtals 1.146 kg
29.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 1.864 kg
Þorskur 47 kg
Rauðmagi 36 kg
Samtals 1.947 kg
29.4.24 Ingi Rúnar AK 35 Grásleppunet
Grásleppa 1.773 kg
Þorskur 315 kg
Skarkoli 33 kg
Samtals 2.121 kg
29.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 3.080 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 64 kg
Grásleppa 9 kg
Ýsa 7 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 3.432 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.4.24 426,60 kr/kg
Þorskur, slægður 29.4.24 571,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.4.24 245,13 kr/kg
Ýsa, slægð 29.4.24 134,21 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.4.24 168,58 kr/kg
Ufsi, slægður 29.4.24 154,63 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 29.4.24 170,72 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 862 kg
Þorskur 284 kg
Samtals 1.146 kg
29.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 1.864 kg
Þorskur 47 kg
Rauðmagi 36 kg
Samtals 1.947 kg
29.4.24 Ingi Rúnar AK 35 Grásleppunet
Grásleppa 1.773 kg
Þorskur 315 kg
Skarkoli 33 kg
Samtals 2.121 kg
29.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 3.080 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 64 kg
Grásleppa 9 kg
Ýsa 7 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 3.432 kg

Skoða allar landanir »