Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   mán 05. desember 2022 12:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tekur Heiðar Helgu við Kórdrengjum?
Lengjudeildin
Heiðar Helguson.
Heiðar Helguson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sagan segir að Heiðar Helguson sé í viðræðum við að taka við Kórdrengjum fyrir næstu leiktíð.

Þetta kom fram í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðastaliðinn laugardag.

„Það er saga að Kórdrengir séu að ræða við Heiðar Helguson um að hann verði þjálfari liðsins. Það er ekkert óvænt," sagði Elvar Geir Magnússon en Heiðar var aðstoðarþjálfari liðsins á síðustu leiktíð.

„Það er langeðlilegast í stöðunni," sagði Tómas Þór Þórðarson í þættinum.

Heiðar er fyrrum landsliðsmaður og atvinnumaður til margra ára. Undanfarin ár hefur hann verið aðstoðarþjálfari Davíðs Smára Lamude hjá Kórdrengjum. Davíð Smári lét af störfum hjá Kórdrengjum, sem leika í Lengjudeildinni, eftir síðustu leiktíð og tók við Vestra.

Það voru sögusagnir um það að Kórdrengir myndu ekki senda lið til leiks á næstu leiktíð en búið er að staðfesta að félagið verði með.
Útvarpsþátturinn - Þeir bestu, verstu og skemmtilegustu á HM
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner