Ég er bestur

Mohamed Salah hefur raðað inn mörkunum fyrir Liverpool.
Mohamed Salah hefur raðað inn mörkunum fyrir Liverpool. AFP/Paul Ellis

Mohamed Salah, sóknarmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, segist vera besti leikmaður í heimi í sinni stöðu.

Salah, sem er 29 ára gamall, leikur iðulega hægra megin í sóknarlínu Liverpool en hann er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með 22 mörk í 34 leikjum í deildinni í vetur.

Þá er hann einnig stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar á tímabilinu með 13 stoðsendingar en Liverpool er með 86 stig í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum minna en topplið Manhcester City, þegar tvær umferðir eru eftir af tímabilinu. 

„Ef þú ætlar að bera mig saman við einhvern leikmann sem spilar sömu stöðu og ég þá er niðurstaðan sú að ég er bestur í heimi, í minni stöðu,“ sagði Salah í samtali við beIN Sports.

„Ég legg mig alltaf 100% fram og vinn vel fyrir liðið. Tölfræðin mín sannar að ég er sá besti í minni stöðu í dag.

Ég er alltaf að reyna bæta mig og ég mun halda áfram að bæta mig á meðan ég er í fótbolta,“ bætti Salah við en hann hefur skorað 155 mörk í 251 leik fyrir Liverpool frá því hann gekk til liðs við enska félagið frá Roma sumarið 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert