Rétt eftir klukkan 14 í dag barst tilkynning um mann í annarlegu ástandi í Laugardalnum.
Í dagbók lögreglu kemur fram að maðurinn kvaðst ekki hafa í nein hús að venda og bað um gistingu í fangaklefa sem hann fékk.
Rétt fyrir klukkan sex í morgun barst tilkynning um leigubifreiðastjóra í vandræðum með farþega í Hlíðunum. Málið var afgreitt á vettvangi.