9.000 sagt upp hjá Emirates

Starfskona Emirates í hlífðarbúnaði.
Starfskona Emirates í hlífðarbúnaði. AFP

Forstjóri Emirates hefur tilkynnt að allt að 9.000 verði sagt upp hjá flugfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. 

Áður hefur komið fram að gripið yrði til uppsagna hjá flugfélaginu, en það hefur hingað til ekki opinberað um hversu mörg störf ræðir. Áður en kórónuveirufaraldurinn skall á störfuðu 60 þúsund hjá félaginu.

Tim Clark, forstjóri Emirates, segir að þegar flugfélagið hafi þegar þurft að segja upp um 10% starfsfólks, en að líklega endi hlutfallið í um 15%.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert