Stærstu hluthafar Nova – 10% lækkun fyrsta daginn á markaði

Hlutabréf Nova lækkuðum um tíu prósent í viðskiptum dagsins.
Hlutabréf Nova lækkuðum um tíu prósent í viðskiptum dagsins. Ljósmynd/Gunnar Svanberg

Listi yfir tuttugu stærstu hluthafa Nova var nú birtur eftir lokun hlutabréfamarkaðsins í dag, 21. júní. Nova Acquisition Holding ehf., sem er í eigu fjárfestingasjóðsins Pt. Captial, fer enn með stærsta hlutinn í fyrirtækinu, hann stendur nú í 11,1%.

Fyrir útboðið var fjarskiptafyrirtækið í meirahlutaeigu sjóðsins og fór hann þá með 50,5% hlut í fyrirtækinu.

Gengi bréfa Nova lækkaði um 10% á fyrsta degi fyrirtækisins á markaði en útboðsgengi á tilboðsbók A og tilboðsbók B var 5,11 krónur á hlut. Gengi bréfanna við lokun stóð í 4,63 krónur á hlut.

Útboðið var stækkað þrátt fyrir lítinn áhuga megnugra fjárfestra sem hefur verið gagnrýnt í fjölmiðlum. 

Fimm lífeyrissjóðir eru á meðal tuttugu stærstu hluthafa fyrirtækisins. Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Lífsverk fara hvor um sig með 2,3% hlut í fyrirtækinu.  Stapi fer með 2% hlut, Almenni lífeyrissjóðurinn með 1,8% hlut og Festa með 1,4%. Hlutur sjóðanna miðað við gengi dagsins er metinn á rúma 1,7 milljarða króna.

M&M Partners ehf. fyrirtæki Margrétar Tryggvadóttur fer með 2,1% hlut í fyrirtækinu, álíka stór og fyrir útboðið.

Tuttugu stærstu hluthafar Nova.
Tuttugu stærstu hluthafar Nova.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK