Áhugaverðar skortítur

Litskrúðug káltíta barst til landsins fyrir jól.
Litskrúðug káltíta barst til landsins fyrir jól. Ljósmynd/Erling Ólafsson

Margt áhugavert kvikindið berst til landsins með innfluttum varningi. Í aðdraganda jóla þegar innflutningur varnings er hvað mestur er margs að vænta, skrifar Erling Ólafsson, skordýrafræðingur á Facebook-síðuna Heimur smádýranna. Fimm tegundir sem bárust til Náttúrufræðistofnunar Íslands í jólamánuðinum eða staðfestar fregnir bárust af voru káltíta, baunatíta, marmaratíta, einitíta og furutíta.

„Ég hef löngum haft einstakan áhuga á skortítunum sem sækja okkur heim en þær eru margar hverjar mun stærri og litskrúðugri en okkar litlu innlendu, hrein augnayndi,“ skrifar Erling.

„Þær berast ekki síst með ávöxtum og grænmeti eða hvaða varningi sem er. Margar tegundir liggja vetrardvalann í köldum vörugeymslum innan um varning og vörubretti og hættir því til að fara á óumbeðið flakk.

Skortítur sem þannig berast til okkar eru flestar suðlægar og ekki líklegar til landnáms og vandræða. Skortítur sem berast til landsins að vori til með innflutningi á gróðurvörum eru líklegri til að ná hér fótfestu.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert