Skórnir á hilluna eftir glæsilegan feril

Jakob Örn Sigurðarson hefur lagt skóna á hilluna.
Jakob Örn Sigurðarson hefur lagt skóna á hilluna. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Körfuknattleiksdeild KR tilkynnti í dag að Jakob Örn Sigurðarson hafi ákveðið að leggja skóna á hilluna. Síðasti leikur hins 39 ára gamla Jakobs var gegn Keflavík í undanúrslitum Íslandsmótsins í gærkvöldi. 

Jakob hóf og lauk ferlinum hjá KR og lék einnig sem atvinnumaður í Þýskalandi, Ungverjalandi og Svíþjóð. Þá lék hann einnig í mennta- og háskóla í Bandaríkjunum Jakob varð Íslandsmeistari með KR árin 2000 og 2009 og sænskur meistari árið 2011 með Sundsvall. 

Jakob lék tæplega 100 leiki fyrir íslenska landsliðið og lék m.a. á EM 2015, fyrsta Evrópumóti Íslands. Hann var valinn körfuknattleiksleikmaður ársins árið 2011 og var í 3. sæti í kjöri íþróttamanns ársins sama ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert