„Alfreð Finnbogason hætti óvænt við“

„Ég fór í Greensboro-háskólann á fótboltastyrk á sínum tíma,“ sagði Halldór Smári Sigurðsson, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings í knattspyrnu, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Halldór Smári, sem er 33 ára gamall, lauk námi í Menntaskólanum við Sund árið 2009 og til stóð að hann myndi fara í háskólanám til Bandaríkjanna.

Hann entist hins vegar ekki lengi vestanhafs og snéri aftur heim til Íslands þremur vikum síðar.

„Ég og Alfreð Finnbogason áttum að fara saman út í ágúst en svo hringir hann í mig og tjáir mér að hann telji að Ólafur Kristjánsson sé að fara gefa honum tækifæri með Breiðabliki og hann ætli að hætta við,“ sagði Halldór Smári.

„Eftir á að hyggja þá var þetta líklegast ein besta ákvörðun sögunnar, ef maður horfir á það hvað hann hefur afrekað og hvar hann er í dag,“ sagði Halldór Smári.

Viðtalið við Halldór Smára í heild sinni má nálgast með því að smella hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert