fbpx
Föstudagur 10.maí 2024
433Sport

Þróttur á válista hjá skattinum – „Þetta er bagalegt en komið í lag“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 10. maí 2021 11:13

Kristján Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar Þróttar segir að mistök í skilum á virðisaukaskatti hafi orðið til þess að virðisaukaskattsnúmer knattspyrnudeildar sé nú flokkað sem vánúmer hjá ríkisskattstjóra. Kristján segir að búið sé að leysa málið og að Þróttur hafi fengið nýtt virðisaukaskattsnúmer í kjölfarið.

„Við erum búnir að laga þetta, það voru gerð mistök við skil á skýrslu um virðisaukaskatt. Ég sá útprentið af skránni í gær og þetta er komið í lag. Þetta er bagalegt,“ sagði Kristján um málið þegar við ræddum við hann í dag.

Á vef RSK segir:
Vánúmer er virðisaukaskattsnúmer sem ríkisskattstjóri hefur afskráð með úrskurði á grundvelli 27. gr. A laga um virðisaukaskatt, sem hljóðar svo: „Hafi skattaðili sætt áætlun virðisaukaskatts skv. 25. eða 26. gr. samfellt í tvö uppgjörstímabil eða lengur er ríkisskattstjóra heimilt að fella hann af virðisaukaskattsskrá.“

Kristján segir að þetta eigi ekki að hafa nein áhrif á Þróttara í framtíðinni. „Við pössuðum ekki nógu vel upp á okkur, þetta á ekki að hafa nein áhrif á neitt í framtíðinni.“

Í frétt Morgunblaðsins frá 2014 segir meðal annars um Válistann. „Ríkisskattstjóri hefur sett upp á vef sínum lista yfir fyrirtæki og einstaklinga sem strikuð hafa verið út af virðisaukaskattsskrá vegna vanskila á skýrslum og skatti. Listinn er ekki síst settur upp til að viðskiptavinir geti varað sig á að borga viðkomandi virðisaukaskatt,“ segir á vef Morgunblaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta segja veðbankarnir: Hver tekur við á Old Trafford? – Var númer eitt en er ekki sannfærður

Þetta segja veðbankarnir: Hver tekur við á Old Trafford? – Var númer eitt en er ekki sannfærður
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Evrópudeildin: Leverkusen jafnaði aftur í blálokin – Mæta Atalanta í úrslitum

Evrópudeildin: Leverkusen jafnaði aftur í blálokin – Mæta Atalanta í úrslitum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Grét er hann var kvaddur í vikunni: Gríðarlega vonsvikinn með árangurinn – Gaf allt í verkefnið

Grét er hann var kvaddur í vikunni: Gríðarlega vonsvikinn með árangurinn – Gaf allt í verkefnið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Var hann að gefa eitthvað í skyn með nýjustu myndinni? – Sjáðu hvað hann birti

Var hann að gefa eitthvað í skyn með nýjustu myndinni? – Sjáðu hvað hann birti
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Með mjög óvænt skilaboð til Mbappe: Á að láta Evrópu vera – ,,Þarf að vera sjálfskipaður leiðtogi“

Með mjög óvænt skilaboð til Mbappe: Á að láta Evrópu vera – ,,Þarf að vera sjálfskipaður leiðtogi“