fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
Fréttir

Talin hafa brotið lög en samt sýknuð – Fór með tvö börn sín úr landi án samþykkis feðranna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 6. mars 2021 18:00

Landsréttur. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er niðurstaða bæði héraðsdóms og Landsréttar að kona hafi ekki gerst brotleg við hegningarlög er hún fluttist með tveimur börnum sínum úr landi í óþökk feðra barnanna, en hún á börnin hvort með sínum manninum.

Konan var dregin fyrir héraðsdóm vegna málsins í mars árið 2019, niðurstöðu héraðsdóms var áfrýjað og Landsréttur tók afstöðu til málsins síðastliðinn föstudag.

Sannað þykir að konan hafi farið með börnin til útlanda í heimildarleysi. Hún upplýsti feðurna um áform sín en þau lögðust illa í þá báða. Héraðssaksóknari ákærði konuna á þeim grundvelli að hún hefði brotið 193. grein almennra hegningarlaga, en hún hljóðar svo:

„Hver, sem sviptir foreldra eða aðra rétta aðilja valdi eða umsjá yfir barni, sem ósjálfráða er fyrir æsku sakir, eða stuðlar að því, að það komi sér undan slíku valdi eða umsjá, skal sæta sektum … 1) eða fangelsi allt að 16 árum eða ævilangt.“

Það var hins vegar mat bæði héraðsdóms og Landsréttar að konan hefði ekki gerst brotleg við þessa lagagrein heldur 3. málsgrein 28. greinar barnalaga:

„Nú fara foreldrar sameiginlega með forsjá barns og er öðru foreldrinu þá óheimilt að fara með barnið úr landi án samþykkis hins.“

Telja dómstólarnir að hér sé ekki um sakamál að ræða heldur einkamál. Feðurnir þurfi að höfða einkamál gegn konunni til að fá hana dæmda fyrir lagabrot.

Var konan því sýknuð af kröfum ákæruvaldsins. Bótakröfu, sem annar faðirinn gerði á konuna, var vísað frá dómi. Allur málskostnaður greiðist úr ríkissjóði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Jóhanna Vigdís fær á baukinn eftir viðtal við Höllu Hrund: „Furðulegar spurningar satt að segja“

Jóhanna Vigdís fær á baukinn eftir viðtal við Höllu Hrund: „Furðulegar spurningar satt að segja“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Keypti yfirgefna geymslu og fékk áfall þegar hann sá hvað var í henni

Keypti yfirgefna geymslu og fékk áfall þegar hann sá hvað var í henni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Atvik sem fór framhjá flestum í gær – Trompaðist gjörsamlega þegar hann var tekinn af velli

Atvik sem fór framhjá flestum í gær – Trompaðist gjörsamlega þegar hann var tekinn af velli
Fréttir
Í gær

Risabótakröfur fyrir að svipta foreldri umsjón með barni sínu

Risabótakröfur fyrir að svipta foreldri umsjón með barni sínu
Fréttir
Í gær

Hilmar segir Íslendinga sýna dómgreindarbrest: „Getum ekki átt von á neinu góðu frá Rússum í framhaldinu“

Hilmar segir Íslendinga sýna dómgreindarbrest: „Getum ekki átt von á neinu góðu frá Rússum í framhaldinu“